Nýburableyjur

Upplýsingar um þær nýburableyjur sem fást hjá okkur

 

Kekoa nýburableyjurnar er hægt að nota sem vasableyjur eða AI2, þ.e. setja innleggin ofan á vasann. Við mælum með að nota einungis annað innleggið fyrst um sinn, en ef það er orðið gegnsósa eða farið að leka eftir innan við 2 klst. mælum við með að nota bæði innleggin.


Þegar þú notar Kekoa nýburableyjuna sem vasableyju setur þú innleggin í vasann. Eftir notkun tekur þú innleggin úr vasanum og setur bæði innleggin og skelina í óhreint.


Þegar þú notar Kekoa nýburableyjuna sem AI2 getur þú notað skelina oftar en einu sinni, nema barnið hafi kúkað eða skelin orðin rennblaut. Þá er sniðugt að hafa tvær skeljar í gangi í einu, því skelin verður aðeins rök og getur þá þornað fram að næstu bleyjuskiptum.


Limitless skeljarnar er hægt að nota með ýmsum innleggjum. Í skelinni er vasi sem hægt er að setja innleggið í, eða nota það sem AI2 eins og með Kekoa nýburableyjurnar.


Limitless skelina er hægt að nota utan um preflat. Preflatið er brotið utan um barnið og síðan fest með snappa. Hægt er að setja hemp búster í preflatið ef er þörf á að auka rakadrægnina.


Einnig er hægt að nota trifold í Limitless skelina, í vasann eða ofan á vasann. Við mælum með að brjóta trifoldið þvert á brotin sem eru í því, því þannig verður trifoldið minna.


Loks er hægt að nota hemp búster og bambus þurrku brotna í tvennt eða þrennt ofan á það. Bambus þurrkan dregur pissið hratt í sig, meðan hemp bústerinn dregur meira en hægar í sig.


Þessa þrjá möguleika, preflat, trifold og hemp búster/ bambus þurrkur, er einnig hægt að nota með original skelinni.


Bambus þurrkurnar er hægt að nota sem þunn innlegg með öðru, eins og hemp bústernum. Þær er einnig kjörið að nota sem bossaklúta eða í baðið. Við mælum með að bleyta nokkrar bambus þurrkur og hafa í litlum eða miðstærð LUXE poka til að hafa í skiptitöskunni á ferðinni. Passið þó að geyma þær ekki blautar í pokanum í meira en sólarhring.


Algengar spurningar


Hvenær er best að nota vasann og hvenær ekki? Þegar innleggin eru sett í vasann liggur wicking jersey efni upp við húð barnsins og því finnur barnið minna fyrir bleytunni. Því mælum við með að nota vasann í það minnsta í bílnum, í lúrum og á nóttunni. Sumum börnum þykir betra að vera með wicking jersey upp við húðina og verða pirruð þegar blautt innlegg liggur við húðina og fyrir þau börn er betra að nota vasann alltaf. Í öðrum tilfellum getur hentað betur að láta innleggið úr náttúrulegum efnum liggja upp við húðina. Það eru nógu margar skeljar í pakkanum svo þú getir notað vasann í hvert skipti (nema með preflat), en þvotturinn minnkar aðeins ef þú notar skelina nokkrum sinnum.


Hvaða bleyju er best að nota á nóttunni? Það er misjafnt eftir börnum hversu mikið þau pissa, og kúka, á nóttunni. Sum börn kúka í hverja einustu bleyju fyrstu vikurnar og þá er skipt það oft um bleyju á nóttunni að rakadrægnin skiptir ekki öllu. En ef barnið þitt er farið að sofa í lengri tíma í einu eru ýmsir möguleikar í boði. Skel með trifoldi í vasanum gæti dugað vel, eða bæta hemp bústeri við Kekoa bleyjurnar eða í preflatið.

 

Til baka