Avionaut
Avionaut Cosmo
Avionaut Cosmo
Couldn't load pickup availability
Avionaut Cosmo er ungbarnastóll sem passar börnum frá 0-13 kg og 40-87 cm.
Ungbarnastólnum er bæði hægt að smella í IQ 2.0 C base (base fylgir ekki með) og festa með belti.
Léttur stóll, vegur einungis 3,2 kg.
Passar á universal bílstólafestingar.
Einfaldur og öruggur barnabílstóll sem styður vel við barnið og verndar það ef árekstur á sér stað. Innleggið í stólnum, sem og ungbarnainnleggið, styðja vel við barnið og tryggja þægindi þess í stólnum.
Auk þess er ungbarnastóllinn með AGR vottun (þýsk gæðavottun fyrir bakheilsu), sem staðfestir að stóllinn styður afar vel við hrygg barnsins. Með beinum hrygg og höfði sem hallar örlítið aftur er vel stutt við öndun barnsins og vélinda, sem minnkar líkur á bakflæði.
Sólskyggnið verndar barnið fyrir UV geislum sólarinnar, ásamt veðri og vindum.
Vottun: ECE R-129 og i-Size.
Athugaðu að mikilvægt er að bílstóllinn passi í bílinn þinn og barnið í bílstólinn. Þess vegna er mikilvægt að máta stólinn í bílinn þinn.
Þú færð base fyrir þennan stól hér.
Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum eða base-um.




