Skip to product information
1 of 1

Tiny undies

Go Diaper Free Book

Go Diaper Free Book

Regular price 4.990 ISK
Regular price Sale price 4.990 ISK
Afsláttur Uppselt
Vsk innifalinn


Bók ætluð foreldrum barna undir 18 mánaða aldri. Ef barnið þitt er 16 mánaða eða eldra mælum við frekar með þessari bók.


Hættu að skipta um bleyjur - og settu barnið á koppinn í staðinn! Um helmingur barna í heiminum er hætt með bleyju um 1 árs aldur, en svo er ekki hér á landi (og í mörgum öðrum vestrænum löndum). Sem skilur eftir sig spurningar - Hvað gerði fólk áður en bleyjur urðu til? Og hvernig hjálpa ég barninu mínu til að hætta fyrr með bleyju?


EC (bleyjulaust uppeldi) er náttúruleg lausn sem foreldrar geta valið fyrir börn sín, í stað þess að barnið geri alltaf þarfir sínar í bleyju fyrstu árin. Með EC eru börn sett reglulega á kopp, þó þau séu oftast með bleyju til að grípa það sem ekki fer í koppinn.


Í Go Diaper Free bókinni fá foreldrar 0-18 mánaða barna leiðbeiningar um hvernig eigi að fylgja EC (bleyjulausu uppeldi) skref fyrir skref, af sjálfsöryggi, hvort sem bleyjulausu uppeldi er fylgt 100% eða að hluta. Þessi bók gæti hjálpað foreldrum að forðast nokkur ár af bleyjunotkun, erfiðleika með koppaþjálfun, bleyjuútbrot og óútskýrðan óróleika hjá barninu (sem gæti verið vegna þess að barnið þarf að pissa/kúka). Ef þú hefur áhuga á að kynna þér EC, er þetta bókin fyrir þig. 


Þetta er 6. útgáfa bókarinnar (2021), en hún hefur verið uppfærð reglulega til að mæta þörfum foreldra.


Bókinni fylgir rafrænn aðgangur að myndböndum og ýmsu fræðsluefni, auk tímabundins aðgangs að stuðningshópi fyrir foreldra sem nýta sér EC. Þú getur nálgast rafræna efnið hér þegar þú hefur keypt bókina.


Um höfundinn: Andrea Olson, M.A., er frumkvöðull í því að hjálpa foreldrum að minnka þörfina fyrir bleyjur, hvort sem er fyrir ungabörn eða smábörn. Hún er með meistaragráðu í sálfræði og býr í Asheville, NC, með börnunum sínum fimm, sem öll voru hætt með bleyju um það leyti sem þau byrjuðu að labba. Hún er einnig höfundur The tiny potty training book og hönnuður Tiny undies þjálfunarnærbuxnana. Þú getur lesið meira um hana á GoDiaperFree.com.

Stærð: 15.24 x 22.86 cm
367 blaðsíður
Útgefandi: The Tiny World Company
ISBN-13: 978-0692445051
ISBN-10:  0692445051
BISAC: Toilet Training / Baby & Toddler Parenting

View full details