Nimble
Nimble taubleyjuþvottaefni
Nimble taubleyjuþvottaefni
Couldn't load pickup availability
Nimble babies framleiðir vistvænar hreinlætisvörur úr plöntuhráefnum. Þetta eru húðvænar vörur sem eru bæði góðar fyrir börnin og jörðina. Nimble babies vörurnar eru því fyrirtaks valkostur fyrir fjölskyldufólk sem er umhugað um umhverfið.
Nappy Lover er non-bio þvottaefni sérhannað fyrir taubeyjur. Það leysist alveg upp og skilur því ekki eftir sig þvottaefnisleifar í bleyjunum eftir þvott.
Þvottaefnið er laust við húðertandi ensím, litarefni og litskerpandi efni og inniheldur einungis ofnæmisfrí lyktarefni. Innihaldsefnin eru efni sem almenningur kannast við og eru mun færri en í hefðbundnum þvottaefnum.
Mild og fersk lykt sem minnir á kókos.
Þvottaráð: Við mælum með að þvo á 60°C. Best er að setja duftið beint inn í vélina frekar en í þvottaefnisskúffuna.
Nappy Lover hlaut “Grocer New Product Awards 2021 - Infant care category”.
Nimble vörurnar eru vottaðar vegan og undirgangast ekki prófanir á dýrum.
Innihaldsefni úr plöntum: alkyl polyglucoside, sodium alkyl sulphate. Hráefni úr steinefnum: sodium carbonate, sodium sulphate, sodium chloride, sodium percarbonate, sodium silicate, zeolite, citric acid. Önnur hráefni: acrylic/maleic acid copolymer, parfum.


