Tiny undies
Tiny Undies - Koppur
Tiny Undies - Koppur
Couldn't load pickup availability
Tiny undies koppurinn er hannaður til þess að börn séu í djúpri hnébeygjustöðu þegar þau sitja á koppnum og einnig svo þau geti fyrr farið að sitja á og nota koppinn sjálf.
Koppurinn er léttur og því lítið mál að taka hann með á ferðina.
Koppurinn nær hátt upp að framan til að koma í veg fyrir að hægt sé að pissa út fyrir koppinn. Undir koppnum er gúmmí sem kemur í veg fyrir að koppurinn renni til. Handfang aftan á koppnum svo barnið þitt geti sjálft tæmt koppinn þegar það verður eldra.
Koppur sem hentar vel frá því barnið er farið að halda haus (frá um 2 mánaða).
Koppurinn er úr endurunnu plasti, án BPA. Hannaður í Bandaríkjunum og framleiddur í Kína.
Stærð: 28 x 22 x 14 cm.
Þyngd: 170 grömm.
Koppinn má setja á efri hæð í uppþvottavél.
Tiny Undies er lítið fyrirtæki rekið af Andreu Olson, sem er bandarískur sérfræðingur í EC (bleyjulausu uppeldi) og koppaþjálfun.
Hér sýnir Andrea Olson frá koppnum:
Koppurinn er meðal þeirra lægstu á markaðnum í dag - sjá samanburð:









