1
/
of
3
Tiny undies
Tiny Undies - Þjálfunarnærbuxur
Tiny Undies - Þjálfunarnærbuxur
Regular price
5.490 ISK
Regular price
Sale price
5.490 ISK
Unit price
/
per
Vsk innifalinn
Couldn't load pickup availability
Þrjár þjálfunarnærbuxur í pakka - 100% bómull, rakadrægar og þægilegar.
- Nærbuxurnar eru úr mjúkri OEKO-TEX vottaðri bómull og litaðar með umhverfisvænum litum. Nærbuxurnar eru vottaðar án eiturefna og eru framleiddar á siðferðilegan hátt (BCSI vottaðar).
- Nærbuxurnar sjálfar eru úr bómull, með ísaumuðu tveggja laga bómullarinnleggi (e. Needle-punched cotton). Við fyrsta þvott breytist innleggið, verður meira um sig og rakadrægnin eykst. Það tekur þó nokkra þvotta fyrir nærbuxurnar á ná fullri rakadrægni. Nærbuxurnar taka við litlu/meðalstóru pissi - og koma í veg fyrir að allt verði rennandi blautt ef um stórt piss er að ræða.
- Henta mjög vel í koppaþjálfun eða EC (bleyjulaust uppeldi). Barnið finnur fyrir bleytunni um leið og það pissar - og það sést líka um leið á nærbuxunum þar sem þær verða dekkri þegar þær blotna.
- Sniðnar að ung- og smábörnum, sem almennt eru með mjótt mitti og útstæðan maga. Engir miðar eða annað sem veldur óþægindum.
- Mjúkar teygjur um maga og læri, sem gerir nærbuxurnar þægilegar og auðvelt fyrir barnið að klæða sig sjálft í og úr þegar það nær færni í því.
- Hægt að nota á nóttunni - með því að nota eina til tvær þjálfunarnærbuxur og setja PUL eða ullarskel yfir til að bleytan fari ekki í rúmið.
- Einnig hægt að nota PUL eða ullarskel yfir á daginn, eða nota tvær þjálfunarnærbuxur, þegar þörf er á meiri rakadrægni.
- Mælt er með því að þvo þjálfunarnærbuxurnar á 30 gráðum með forþvotti og hengja til þerris. Ekki mælt með því að setja þær í þurrkara. Gott getur verið að setja á kalt skol fyrst ef nærbuxurnar eru mjög óhreinar.
- Tiny Undies er lítið fyrirtæki rekið af Andreu Olson, sem er bandarískur sérfræðingur í EC (bleyjulausu uppeldi) og koppaþjálfun. Þú getur lesið meira um hana á GoDiaperFree.com.
Veldu rétt stærð hér. Þetta eru frekar litlar stærðir og nærbuxurnar minnka í þvotti þar sem innleggið skreppur aðeins saman. Ef þú ert í vafa með hvaða stærð þú átt að velja, mælum við með að taka frekar stærri en minni (nánari upplýsingar á ensku hér):
(ATH! 5T er ekki til í þjálfunarnærbuxum).
Í þessu myndbandi segir Andrea Olson frá Tiny Undies þjálfunarnærbuxunum:





